17. nóvember sl. var haldinn fræðsludagur um Smith-Magenis heilkenni. Fræðsludagurinn var ætlaður umönnunaraðilum okkar þriggja SMS einstaklinga og fjölskyldum þeirra.

Fræðsludagurinn var í húsi Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var mjög vel sóttur eða um 60 manns komu.

Stjórnarmenn voru með fyrirlestra auk þess sem við fengum tvo fyrirlesara frá Noregi og einn frá Greiningarstöð.

fræðsludagur_