Ráðstefna um SMS í Bretlandi

Dagana 28. apríl til 1. maí verður ráðstefna í Solihull í Bretlandi á vegum breska SMS félagsins, Smith-Magenis Syndrome Foundation.

Það eru a.m.k. 4 frá Íslandi sem ætla að fara á ráðstefnuna að þessu sinni.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér http://smith-magenis.co.uk/index.php/conference-2017

Reykjavíkurmaraþon 2016

Ef þið viljið hlaupa fyrir gott málefni og/eða heita á gott málefni þá er hægt að heita á og hlaupa fyrir Félag áhugafólks um Smith-Magenis heilkenni í Reykjavíkurmaraþoninu.

Prisms verður með ráðstefnu um Smith-Magenis heilkennið 28. – 30. júlí 2016

Prisms www.prisms.org verður með ráðstefnu um Smith-Magenis heilkennið 28. – 30. júlí 2016.  Ráðstefnan verður haldin í St.Louis MO í Bandaríkjunum. Þar verður sagt frá öllum nýjustu rannsóknum á heilkenninu og er það von okkar að einhverjir af okkar félögum komist á þessa ráðstefnu.

Sjá nánar um ráðstefnuna http://www.prisms.org/us/about-us/conferences/2016-international-conference