Félagið ætlar að ráðast í það stóra verkefni að þýða og gefa út bækling um heilkennið þar sem bæði er fræðsla um heilkennið og ráðleggingar varðandi umönnun einstaklinga með SMS. Ekkert aðgengilegt efni er til á Íslensku um SMS.
Þar sem þekking á þessu heilkenni er afar takmörkuð hér á landi er nauðsynlegt að gefa þetta efni út. Þekkingarskorturinn lýsir sér best í þeim miklum vandamálum sem þær þrjár stúlkur sem greindar hafa verið með SMS hér á landi, lenda sífellt í.
Það er von okkar að þetta framtak verði að veruleika til heilla fyrir þær íslensku stúlkur sem hafa SMS sem og þá sem enn hafa ekki fengið rétta greiningu.
Munum að margt smátt gerir eitt stórt.
Hlekkur https://www.karolinafund.com/project/view/1848