Einkenni
Mjög algeng líkamleg einkenni (>75 % einstaklinga með SMS)
- Andlitseinkenni; Flatt miðandlit, niðurbeygður munnur, rjóðar kinnar, áberandi kjálki í eldri börnum, dökkar augabrýr oft samvaxnar. (Ath. Þessi einkenni geta verið lítið áberandi)
- Lág vöðvaspenna
- Skyntruflanir í munni; erfitt að sjúga/kyngja, minnkaður kraftur/hreyfingar í tungu, opinmynnt, slefa og óbeit á ákveðinni áferð á mat
- Langvinnarmiðeyrnarbólgur og meðfæddur galli á barkakýli
- Hás rödd og nefmælgi
- Stuttir fingur og tær
- Minnkuð sinaviðbrögð
- Skyntruflanir í útlimum
- Mjög flatir fætur
- Gæsagöngulag
- Minnkað sársaukaskyn
Mjög algeng þroska og hegðunar einkenni (>75% einstaklinga með SMS)
- Þroskaskerðing
- Greindarskerðing á bilinu væg til miðlungs
- Kvörtunarlítil ungabörn
- Setja hluti og hendur upp í sig langt fram yfir smábarnsaldurinn
- Seinkun á tali og framburðargallar
- Skyntruflun
- Gnísta tönnum
- Seinkuð þrifaþjálfun og viðvarandi næturmiga
- Óviðeigandi hegðun eins og ofvirkni, hvatvísi, athygliþörf (sérstaklega frá fullorðnum), auðvelt að æsa upp, skyndilegar skapsveiflur, bræðiköst, löng æðiköst og árásargjörn eða eyðileggjandi hegðun
- Svefntruflanir (langvinnar)
- Vakna oft á nóttu
- Dagsyfja/leggja sig á daginn
- Vakna snemma (5.30 – 6.30)
- Viðsnúin melatonin framleiðsla
- Stelgt/endurtekin hegðun t.d. faðma sjálfan sig/kreista fast ef spennt og hraðar fingrahreyfingar
- Sjálfskaðandi hegðun; lemja höfðinu í, bíta sig í hendurnar, plokka húð, sár og neglur, taka af sér neglur (eldri einstaklingar) og setja hluti í eyru, nef og önnur líkamsop
- Jákvæð hegðunareinkenni
- Aðlaðandi persónuleiki
- Frábært langtíma minni á nöfn, staði og atburði
- Mikið skopskyn
Algeng einkenni (50 – 75% einstaklinga með SMS)
- Minnkuð heyrn
- Lágvaxin, sérstakleg í frumbernsku
- Hryggskekkja
- Augnvandamál s.s. rangeygð, nærsýn, lítil hornhimna og lithimnugallar
- Hægðatregða
- Hækkað kólesteról og hækkaðir tríglyseriðar
- Óeðlilegt heilalínurit án krampa
Það sem einkennir ungabörnin
- Ljósrauðar kinnar
- Virka glöð og ánægð
- Gráta lítið og lítil hljóðamyndun miðað við aldur
- Lág vöðvaspenna
- Erfiðleikar að næra, erfiðleikar við að sjúga og kyngja, erfitt að skipta frá fljótandi til fastrar fæðu
- Seinkaðar gróf og fínhreyfingar
Minna algeng einkenni (25 – 50% einstaklinga með SMS)
- Meðfæddir hjartagallar og hjartaóhljóð
- Minnkuð mótefni
- Krampar
- Skjaldkirtilstruflun
Sjaldgæf einkenni (<25% einstaklinga með SMS)
- Meðfæddur galli á þvagfærum
- Meðfæddur galli á framhandlegg
- Klofinn gómur og skarð í vör
- Sjónhimnulos